News  
      Ættarmót - Reunion-  
      Póstlisti - malinglist  
      Ættartala
Family Tree
 
      Myndir-Pictures  
    Memories - Minningarbrot    
   
  Letter from Svein - Bréf frá Sveini
 
   
  About Ragnhildur Sveinsdóttir
 
   
  About Stefán Árnason
 
   
  About Sveinbjörg Sveinsdóttir
 
   
  Facts and memories by Carol Forrest
 
   
  Seaman's Story
 
   
  Minning um Huldu Hermannsdóttir
 
      Our Links  
      Search Engine  
      Pictures / Myndir  
     
   
Minning um Huldu Hermannsdóttir

Minningargrein um Huldu Hermannsdóttir sem byrtisti í Morgunblaðiðinu 24 maí, 1989 skrifað af Jóhönnu Stefánsdóttir

Hulda Hermannsson

Fædd 9. ágúst 1903
Dáinn 14. maí 1989

Sunnudaginn 14. maí sl. andaðist Hulda föðursystir mín á hjúkrunarheimili í borginni Victoria í Kanada.

Hulda fæddist á Seyðisfirði og var elsta barn Hermanns Þorsteinssonar, kaupmanns þar í bæ, og fyrri konu hans Jóhönnu Stefánsdóttur. Þau hjónin voru bæði ættuð frá Mjóafirði eystra.
Hulda lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og var síðán einn vetur í Verslunarskóla Íslands. Eftir það vann hún við fyrirtæki föður síns á Seyðisfirði.

Árið 1924, er hún var 21 árs gömul, fór hún til Winnipeg í Kanada til frænkna sina, Maríu og Dórotheu, er þar bjuggu. Að lokinni nokkurri dvöl hjá þeim, fór Hulda síðan til Montreal og hóf hjúkrunarmám við McGill-háskólann þar í borg. Að námi loknu starfaði hún lengi við Royal Victoria-sjúkrahúsið í Montreal. Á styrjaldarárunum síðari gekk hún í kanadíska herinn og starfaði þar sem hjúkrunarfræðingur í nokkur ár. Að þjónustu í hernum lokinni sneri Hulda sér að einkahjúkrun (private nursing) og starfaði við það uns hún komst á eftirlaunaaldur. Huldu féll vel að starfa við þessa tegund hjúkrunar, þar sem það gaf henni jafnframt fækifæri til að ferðast víðs vegar um Kanada og Bandríkin.

Þegar Hulda flutti til Kanada árið 1924 mun það ekki hafa verið æflun hennar að setjast þar að fyrir fullt og allt, þótt sú yrði raunin. Hulda ferðaðist víða um ævina, m.a. um Evrópu, en þó fór svo að hún heimsótti ættland sitt einungis í eitt skipti. Það var árið 1939, um það leyti sem heimsstyrjöldin síðari var að skella á. Í þessari sömu ferð heimsótti hún systur ína, Rögnu, sem búsett er í Danmörku.

Hulda giftist ekki og eignaðist ekki afkomendur. En hún var frændrækin og hélt eftir bestu getu bréfasambandi við ættfólk sitt hér heima.

Við Hulda frænka mín skrifuðumst á í áratugi. Hún átti eflaust drjúgan þátt í því , með hvetjandi og bjartsýnum viðhorfum, að ég hóf nám í hjúkrun á sínum tíma. Hulda var sjálf heilluð af starfi sínu og var mér með fordæmi sínu fyrirmynd, sem ljómi stafaði af, þótt langur vegur skidi okkur að. Ég átti þess raunar kost að heimsækja Huldu í nokkur skiprti. Hulda átti fagur og myndarlegt heimili þar sem hún bjó í Monreal og sjálf var hún glæsileg kona, hlý í viðmóti og mjög saðföst.

Síðast sá ég Huldu frænku í júní á síðasta ári. Þa var hún komin á hjúkrunarheimilið í Victoria, en hún heillaðist af þeirri fögru borg er hún dvaldi þar á stríðsárunum og mun snemma hafa ákveðið að eiða þar síðustu ævidögunum. Heilsa hennar var mjög farið að hraka þegar ég sá hana síðast og þykir mér nú vænt um að hafa náð að hitta hana og eyða með henni nokkrum dagsrundum áður en það varð um sinan.

Nú, er leiðir hafa skilið um sinn er mér efst í hga þakklæti til Huldu frænku minnar fyrir hlýjug og traust sem hún hefur ávallt sýnt mér gegnum tíðina.

Með lífi sínu og starfi í fjarlægu landi var Hulda ættjörð sinni til sóma og öðrum mönnum góð fyrirmynd.
Blessuð sé minnig Huldu Hermannsdóttur.

Jóhanna Stefánsdóttir