News    
      Ættarmót - Reunion-  
      Póstlisti - malinglist  
      Ættartala
Family Tree
 
      Myndir-Pictures  
      Memories - Minningarbrot  
      Our Links  
      Search Engine  
      Pictures / Myndir  
     
   
News

Höfðabrekku ferð
28-06-2002
Það vita kannski allir um ferð þá sem hefur verið skipulögð austur í Höfðabrekku í tilefni af ættarmótinu. En hér fyrir neðan er heildar planið.


Lagt verður af stað frá Reykjavík í bítið þann 10da júlí og ekið eins og leið liggur suður um land og gist í Berunesi í Berufirði.
Næsta dag verður brunað norður í Mjóafjörð og skoðast um þar. Þegar fólk hefur skoðað nægju sína verður stefnan tekinn á Mývatn og gist í Reynihlíð.
Á föstudaginum verður síðan ekið í einum spreng (well kannski ekki alveg) vestur frá Mývatni og tekinn skörp vinstri beigja ínn í Blöndudal og stefnt á Kjalveg og komið til Hellu um kvöldið fyrir ættarmótið.

Sigríður Guðmundsdóttir verður yfir fararstjóri í ferðinni

Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir en fararmáta og gistingu verður hver og einn að sjá um sjálfur. Eins og máltækið sagið "maður er manns gaman og því fleiri því meira gaman".
Ef þið viljið afla ykkur meiri upplýsingum um þessa reisu vinsamlegast hafið samband við mig í vef pósti á gisli@hermannsson.com.

gh



Back | News Home